Menntafléttan

- námssamfélög í skóla- og frístundastarfi

Hvað er Menntafléttan?

Menntafléttan er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir Menntafléttuna og þróuð verða 45-50 námskeið sem eru kennurum og starfsfólki í menntakerfinu að kostnaðarlausu. Þróuð verða námskeið í stærðfræði, náttúrufræði og íslensku og á fjölbreyttum sviðum náms, kennslu, sjálfbærrar þróunar, vellíðunar, frístundastarfi og forystu. Námskeiðin styðjast við hugmyndafræði sænskra námskeiða á vegum Skolverket.

Fyrir hverja eru námskeiðin?

Menntafléttan er fyrir kennara, starfsfólk og stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum, auk listaskólum og frístundastarfi. Rauður þráður Menntafléttunnar er að stuðla að þróun námssamfélaga í skólum og á vinnustöðum þátttakenda. Námskeiðin fléttast saman við daglegt starf, innan þess svigrúms sem þátttakendum hafa til starfsþróunar. Kjarni námskeiðanna eru þróunarhringir þar sem hver þátttakandi fer í gegnum fjögur skref með hópi samstarfsfólks.

Hlutverk Menntafléttunar

  • Efla námssamfélög í skóla- og frístundastarfi um land allt
  • Styðja við samstarf á öllum sviðum menntunar
  • Þróa námskeið sem fléttast saman við daglegt starf 
  • Vinna með leiðtogum af vettvangi við þróun og kennslu námskeiða
  • Styðja við menntastefnu 2030 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna