Höfum áhrif: Menntun til sjálfbærni á unglingastigi

Free
product_176

Lögð verður áhersla á að þátttakendur þjálfist í að beita umbreytandi og gagnrýnum kennsluháttum sem verka bæði valdeflandi á þá og nemendur þeirra. Námskeiðið hefur að leiðarljósi að þátttakendur öðlist faglegar forsendur til að leiða þverfagleg verkefni sem taka á áskorunum samtímans og framtíðarinnar. Þátttakendur kynnast ólíkum hliðum sjálfbærni þar sem lögð verður áhersla á skapandi grenndarnám, borgaravitund og hagnýta nálgun með það að markmiði að þátttakendur geti nýtt sér vinnuna beint inn í eigið starf. Þátttakendur munu m.a. vinna saman í teymum að hugmyndavinnu og gerð kennsluáætlana með verkfærum sem virkja samstarfsfólk.

Viðfangsefni

 • Menntun til sjálfbærni Umbreytandi nám
 • Geta til aðgerða
 • Valdefling
 • Borgaravitund
 • Grenndarnám
 • Gagnrýnin hugsun
 • Skapandi skólastarf

Fyrir hverja er námskeiðið?

Starfsþróunarnámskeið fyrir grunnskólakennara á unglingastigi sem vilja auka þekkingu sína á menntun til sjálfbærni.

Hver er ávinningur námskeiðsins?

Í lok námskeiðsins geta þátttakendur:

 • Leitt þverfagleg verkefni á sviði sjálfbærni.
 • Skipulagt skapandi kennslu sem tekur á álitamálum líðandi stundar.
 • Beitt valdeflandi nemendamiðuðum kennsluaðferðum sem leiða til getu til aðgerða.
 • Rætt og miðlað ólíkum hliðum sjálfbærni og möguleikum umbreytandi náms.
 • Ígrundað skipulag, kennslu og framfarir á sviði sjálfbærni.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6
 • Hefst: Ágúst 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Hámark: 7
 • Gjöld: 0 kr. nema annað sé tekið fram
 • 1. Menntun til sjálfbærni í íslenskum skólum og nemendamiðað nám

  Í lotunni kynnast þátttakendur aðferðum menntunar til sjálfbærni. Sjónum er beint að valdeflandi og þverfaglegum verkefnum.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. Sjálfbærni og skapandi þverfaglegt grenndarnám

  Í lotunni kanna þátttakendur á hvaða hátt þeir geta beitt skapandi aðferðum í kennslu sinni og tengt ólíkar námsgreinar við viðfangsefni í eigin nærumhverfi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. Hnattræn vitund og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

  Þátttakendur skoða/útbúa nærtæk verkefni með víðtæk áhrif. Fjallað verður um lýðræði og mannréttindi og hvernig gagnrýnin nálgun á borgaravitund styður við fjölmenningu og þátttökumiðað skólastarf.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. Geta til aðgerða og valdefling

  Í lotunni er unnið með valdeflingu og getu til aðgerða í gegnum verkefni sem hafa sannarleg áhrif á umhverfi og samfélag.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar un námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir á netfangið oddnys@hi.is