Á námskeiðinu dýpka þátttakendur fræðilega og hagnýta þekkingu sína á námsmenningu sem einkennist af leiðsagnarnámi. Slík námsmenning hefur það leiðarljós að valdefla nemendur til að styðja við framfarir í námi. Á námskeiðinu öðlast þátttakendur hæfni til að leiða þróun slíkrar námsmenningar í skólum sínum.
Megin áherslur verða á:
- Að leiða og styðja við þróun námssamfélaga
- Námsmenningu sem er grunnur að leiðsagnarnámi
- Námsmarkmið, hæfniviðmið og viðmið um árangur
- Endurgjöf
- Hlutdeild og virkni nemenda í eigin námi
Námskeiðinu lýkur með uppskerulotu þar sem þátttakendur og kennarar miðla reynslu sinni.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað kennurum og stjórnendum sem hafa tekið að sér að leiða þróun leiðsagnarnáms í skólum sínum. Mælt er með því að hver skóli hafi 2-5 þátttakendur á námskeiðinu, æskilegt er að einn þeirra komi úr stjórnendateymi skólans.
Hvar fer námskeiðið fram?
Námskeiðið fer fram rafrænt í sex lotum yfir skólaárið 2021-2022, skoðað verður með þátttakendahópnum hvort tækifæri gefist á staðbundnum lotum. Kennt er í sex lotum og er hver lota um þrjár klst.
Hver er ávinningur námskeiðsins?
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:
- geti leitt þróun námssamfélög í eigin skóla með samræðu, endurgjöf og ígrundun um eigin starfshætti
- búi yfir grundvallarþekkingu á fræðilegum og hagnýtum þáttum leiðsagnarnáms og geti nýtt þá í starfi sínu með samkennurum og nemendum,
- geti í samstarfi við samkennara og nemendur stuðlað að námsmenningu sem einkennist af leiðsagnarnámi
Umsjón
- Edda Gíslrún Kjartansdóttir, aðstoðarskólastjóri í Flataskóla
- Nanna Kristín Christiansen, sjálfstætt starfandi menntunarfræðingur
- Rúnar Sigþórsson, prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri
Þau munu fá til liðs við sig starfandi kennara og aðra sérfræðinga.