Í námskeiðinu verður hugmyndafræði lýsandi málfræði höfð að leiðarljósi samhliða forskriftarmálfræði. Kennurum verða færð verkfæri til að virkja sköpunarkraft og eðlislæga forvitni nemenda gagnvart tungumálinu en lögð verður áhersla á að nýta þau námsgögn sem kennurum standa til boða. Fjallað verður um hagnýtar leiðir til að draga fram meðvitund nemenda um eigin málkunnáttu og málnotkun sem og hvernig nota megi tungumálið og viðeigandi málsnið á fjölbreytilegan hátt eftir aðstæðum í ræðu og riti. Námskeiðinu er ætlað að styrkja kennara í að gera nemendur að ábyrgum málnotendum sem vilja nota tungumálið á öllum sviðum lýðræðissamfélags í samræmi við hæfni- og matsviðmið aðalnámskrár.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Kennarar sem kenna íslensku í 7.-10. bekk.
Hvar fer námskeiðið fram?
Þátttakendur taka þátt í námslotum í rauntíma, á Zoom eða í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands eða Háskólanum á Akureyri. Loturnar eru sex og er hver lota um fjórir klst. Kennarar heimsækja klasasvæði þátttakenda eftir efni og aðstæðum. Nánara fyrirkomulag liggur fyrir í upphafi námskeiðs.
Hver er ávinningur námskeiðs?
Í lok námskeið geta þátttakendur:
- Leitt námssamfélög í eigin skóla eða stofnun með samræðu, endurgjöf og ígrundun um eigin starfshætti
- Eflt hæfni sína í að fjalla um íslenskt mál og málfræði á nýstárlegan hátt
- Leitt þróun í málfræðikennslu, verkefnagerð og nýtingu kennslugagna
- Unnið með námskrá og námsgögn á sjálfstæðan hátt
Umsjón
Birtist síðar.