Á námskeiðinu er unnið með hvernig styðja má við þróun og uppbyggingu hugtakaskilnings í stærðfræði. Fjallað er um hvernig tungumálið er notað í stærðfræði og sjónum beint að muninum á orðanotkun í hverdagsmáli og tungumáli stærðfræðinnar. Áhersla er lögð á málþroska og hæfni til að beita hugtökum stærðfræðinnar í samskiptum og röksemdafærslu. Í aðalnámskrá grunnskóla (2013) er sérstök áhersla á stærðfræði og tungumál og gert er ráð að nemendur byggi upp hæfni til að tjá sig um stærðfræði.
[Myndband – kynning á námskeiðinu (u.þ.b. 4 mínútur)]
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?
Námskeiðið er fyrir stærðfræðikennara á miðstigi grunnskóla.
[Mynd – nemandi/nemendur og kennari ræða saman]
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður, tilraunir í kennslu og vangaveltur og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til málörvandi stærðfræðikennslu.
Hver þátttakandi á námskeiðinu skrifar dagbók þar sem skráðar eru hugleiðingar, áætlanir, athuganir og mat á námi nemenda og kennslunni. Þessi skrif eru mikilvægur undirbúningur fyrir fundi samkennara í námssamfélaginu. Einnig er æskilegt að skrifa fundargerðir á samráðsfundum og senda til skólastjórnenda.
Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd, með góðfúslegu leyfi Skolverket.
Þróunarhringirnir eru byggðir upp í kringum þrjú grunnviðmið:
- tengt stærðfræðinám við daglegt líf
- stuðlað að virkri málnotkun
- veitt stuðning við notkun tungumálsins
Gert er ráð fyrir að þessi þrjú grunnviðmið séu leiðandi við skipulagningu og undirbúning kennslu þar sem áhersla er lögð á hugtakaskilning og málnotkun.
Þróunarhringur fléttast saman við daglegt starf
Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og samstarfsfólki. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla
…