Rannsóknir eru

Rannsóknir stuðla að framþróun íslensks samfélags

Ávinningur menntarannsókna

Menntarannsóknir varpa ljósi á hin flóknu öfl náms og kennslu sem móta félagslegan veruleika okkar allra. Slíkar rannsóknir skipta miklu máli til að skapa þekkingu sem renna stoðum undir fagmennsku í skólakerfinu og á sviði uppeldis og mennta. Menntarannsóknir eru forsenda þess að stjórnendur geti tekið upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir varðandi stefnu og daglega framvindu sem skipta samfélagið allt máli.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið annast samskipti við fjölda erlendra stofnana og samtaka á sviði menntamála. Markmið samstarfsins er margþætt en mikilvægt er að það styðji við stefnumótunarvinnu í menntamálum á hverjum tíma, stuðli að myndun tengslanets á ýmsum sviðum og styðji við innleiðingu samstarfsáætlana Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins.

— Skilgreining á menntarannsóknum fengin frá Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands